133. löggjafarþing — 34. fundur,  23. nóv. 2006.

umræða í félagsmálanefnd.

[10:52]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki áður nýtt mér þennan lið í fundarsköpum Alþingis en mér varð ofboðið þegar hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson tók til máls áðan og sagði að rétt svo hefði verið minnst á þetta mál undir lok fundar í hv. félagsmálanefnd í gær. (Gripið fram í: Ertu ekki að tala um fundarstjórn forseta?) Þetta er ekki rétt og ég vil að það komi fram að undir dagskrárliðnum þar sem við fjölluðum um lög um lögheimili fórum (Forseti hringir.) við yfir þetta mál og ég …

(Forseti (RG): Forseti vekur athygli á að þetta snýst ekki um fundarstjórn forseta.)

(GÓJ: Eigum við ekki að leyfa þingmanninum að klára ræðuna sína?) Ég vil bara ítreka það hér að ummæli hv. þingmanns voru röng og ég vildi fá tækifæri til að koma því á framfæri vegna þess sem hann sagði um málsmeðferðina í hv. félagsmálanefnd.