133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[15:51]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla svo sem ekki að tefja þingfundinn með því að viðhafa hér langt mál. Ég kem bara upp til að lýsa því yfir að við í þingflokki Frjálslynda flokksins munum sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu fjáraukalaga 2006. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir og Jón Bjarnason hafa í sjálfu sér farið ágætlega yfir afstöðu stjórnarandstöðunnar til þessa máls þannig að ég hef ekki orð mín fleiri, virðulegi forseti.