133. löggjafarþing — 41. fundur,  6. des. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[10:58]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Þingflokkar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins hafa sameinast í einni megináherslu við afgreiðslu fjárlaga á þessu hausti, þ.e. að bæta og efla kjör aldraðra og öryrkja. Eitt fyrsta þingmálið sem þessir flokkar fluttu sameiginlega í haust laut að því að gera stórátak í að rétta hlut þessara hópa.

Við afgreiðslu fjárlaga leggjum við enn til, og hér eru greidd atkvæði um það, að frítekjumark vegna atvinnutekna elli- og örorkulífeyrisþega megi vera 70 þús. kr. á mánuði án þess að það skerði lífeyrisréttindi. Þetta er sanngirnismál. Þetta er líka kjaramál. Ég skora á hv. þingmenn (Forseti hringir.) að greiða þessari góðu tillögu atkvæði. Ég segi já, frú forseti.