133. löggjafarþing — 43. fundur,  6. des. 2006.

fæðingar- og foreldraorlof.

428. mál
[21:00]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður sagði að umræðan gæti dregist eitthvað, jafnvel fram yfir jól vegna stórra mála sem hið háa Alþingi á eftir að ræða. Þá á hv. þingmaður væntanlega við RÚV-frumvarpið. Mér skilst að menn ætli að ræða það mjög ítarlega.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún óttist ekki afdrif góðra mála, eins og við ræðum hér að hennar mati, í þeirri orrahríð. Er hugsanlegt að þau liggi óbætt hjá garði þegar upp er staðið?

Mörg góð mál, ég nefni t.d. virðisaukaskattslækkun á matvæli sem margir eru hlynntir og þetta mál og mörg önnur, kunna að frestast og jafnvel liggja óbætt hjá garði ef umræðan um RÚV verður mjög langdregin. (ÖS: Hún verður það.)