133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:29]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrr í þessari atkvæðagreiðslu höfum við samþykkt öll að ekki skuli taka fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra í annað en uppbyggingu á næstu árum, það fari ekki í rekstur og annað. Ríkisstjórnin hefur vísað frá þeirri tillögu að fella niður það bráðabirgðaákvæði sem hér eru greidd atkvæði um. Við leggjumst gegn því af því að í því felst að ríkisstjórnin ætlar að nota fé úr sjóðnum til rekstrar fram yfir kosningar en eftir kosningar er hún tilbúin að setja alla peningana í uppbyggingu. Ekki fyrr. Ég segi nei við þessu bráðabirgðaákvæði.