133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

skráning og mat fasteigna.

350. mál
[10:44]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég tek undir kvartanir hv. þingmanna sem hér á undan hafa talað. Þetta er búið að vera mikið vandræðamál. Hins vegar er þessi Landskrá fasteigna afskaplega merkilegt fyrirbæri og mjög flott og eins og ég sagði í umræðunni í gær er ekki eðlilegt að hætta einmitt núna. Það er mjög lítið eftir af skránni, af stofnkostnaðnum og við leggjum til að í stað þess að leggja álögur á húseigendur í tvö ár verði það gert í eitt ár í viðbót. Og ég vona að ekki komi til þess að aftur verði framlengt.