133. löggjafarþing — 48. fundur,  9. des. 2006.

lífeyrissjóðir.

233. mál
[12:09]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég hef gert grein fyrir afstöðu okkar í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði til þessa frumvarps sem er margþætt og hefur ýmsa veigamikla kosti. Engu að síður er um að ræða ákvæði sem er umdeilanlegt og lýtur að heimild til að skerða réttindi ef iðgjöldin rísa ekki undir þeim. Þetta byggir hins vegar á samkomulagi sem aðilar gerðu sín í milli en það má deila um hinn siðferðilega rétt bankanna til að hlaupa frá skuldbindingum sínum í þeim efnum. Engu að síður þyrfti að nást samkomulag milli samtaka bankamanna og bankanna til að réttlæta óbreytt lagaástand. Við komum til með að styðja þetta frumvarp á grundvelli þess að það byggir á samkomulagi samningsaðila.