133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:49]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef gert grein fyrir minni skoðun og minni sýn á þetta. En ég vil einnig minna á að ég hef tekið undir þau sjónarmið sem komu m.a. fram hjá fulltrúa Samfylkingarinnar við þessa umræðu, hv. þm. Marðar Árnasonar, sem lagði til það sáttaboð, sem við í stjórnarandstöðunni styðjum og stöndum heils hugar að baki, að við reynum að sameinast um lágmarksbreytingar á Ríkisútvarpinu, lögum um Ríkisútvarpið, og setjumst yfir þau mál sem ágreiningur kann að vera um og leita sátta um þau.

Ég er sannfærður um að ef við gerum þetta af opnum huga, eins og fulltrúi Samfylkingarinnar hefur talað fyrir, þá munum við ná lendingu sem allir geta orðið sáttir um þótt það taki tíma (Forseti hringir.) en hann er þess virði.