133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:45]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott að hv. þm. Össur Skarphéðinsson sé þvílíkur áhugamaður um stefnu Framsóknarflokksins sem ég lái honum ekki — enda finnst mér hún vera góð — að hann haldi til haga öllum okkar ályktunum.

En eins og ég rakti í ræðu minni þá hefur fjölmiðlaumhverfið það mikið breyst að eðlilega breytast straumar og stefnur í þessu. Ég hélt nú að Samfylkingin kannaðist við að hún hefði smám saman kannski breytt af og til stefnu sinni. Menn þurfa ekki að leita lengra aftur en bara að horfa á sjávarútvegsmálin. Var ekki stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum breytt svo sem í einni ræðu á aðalfundi LÍÚ? Við getum svo sem talið fleiri atriði upp. (Gripið fram í.)

Það er auðvitað þannig að við áttum lýðræðislegar samræður, eins og ég held að allir stjórnmálaflokkar þekki innan sinna raða, um stefnu í þessu máli. Ég las áðan þá nýjustu flokkssamþykkt sem við eigum um Ríkisútvarpið. Það sem við erum að gera hér í dag og það frumvarp sem hér liggur fyrir er á allan (Forseti hringir.) hátt í samræmi við hana.