133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[13:58]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég get ekki að því gert að þegar verið er að lesa hér upp tilkynningar í þessu máli, álit frá hagsmunasamtökum eins og BSRB, þá veldur það ákveðnum efa hjá mér. (Gripið fram í.) Upp kemur efi af því það vill svo til að helsti talsmaður stjórnarandstöðunnar í þessu máli, formaður þingflokks Vinstri grænna, er sami maðurinn og gegnir formannsstöðu hjá BSRB. (Gripið fram í: Þetta er ekki svar.) Ég verð því að segja að ég efast að vissu leyti þegar ég les slíkar tilkynningar um að þær séu lausar við ákveðna pólitík.

Hins vegar er alveg ljóst af minni hálfu að hvar sem menn starfa þá eiga þeir að starfa eftir þeim lögum sem eru í gildi í landinu. (Gripið fram í.)