133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vátryggingarsamningar.

387. mál
[18:58]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Málið snýst um það að í gildandi lögum er talað um heilsufar almennt en í frumvarpinu núna er aðeins talað um þá sjúkdóma sem orðið hafa á liðinni tíð og upplýsingar liggja fyrir um. Í annan stað er í gildandi lögum opið ákvæði um upplýsingar um aðra einstaklinga, en í frumvarpinu núna er aðeins tiltekið foreldrar, systkini og börn. (JóhS: Hvað þýðir …?) Mér vitanlega var þetta lagt fyrir bæði Læknafélagið og Persónuvernd og þau töldu þetta ekki nægilega langt gengið. Frumvarpið er hins vegar miðað við samkeppnisstöðu á vátryggingarmarkaði hér á landi, þ.e. að hafa sambærilegar reglur hér og danskar reglur eru og reglur í nágrannalöndunum eins og kom fram í framsöguræðu minni. (JóhS: … tiltekið …)