133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vátryggingarsamningar.

387. mál
[19:59]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel þessa síðustu yfirlýsingu hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra afar mikilvæga. Við munum fara mjög vandlega yfir málið í efnahags- og viðskiptanefnd. Ég hef farið yfir hver skilningur minn er í þessu máli og tel afar mikilvægt að persónuverndin njóti forgangs. Ég skil það þá þannig að komi það fram í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar að þessi skilningur sé ekki í anda þess sem þar hugsanlega kann að koma fram, þá standi hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra ekki að málinu. Þetta er flókið mál og þetta er snúið og fara þarf mjög vandlega ofan í það. Ef það reynist vera að hér sé um að ræða frumvarp sem takmarki mjög áhættu vátryggingarfélaga á kostnað einstaklinganna, þá standi hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra ekki að þessu máli.