133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

loftslagsmál.

293. mál
[14:53]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hæstv. umhverfisráðherra bíða tvær fyrirspurnir frá þeim sem hér stendur um það hvernig eigi að halda sig við íslenska ákvæðið svokallaða í ljósi þeirra áforma sem nú eru uppi og lýsa auðvitað best stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Nú eru fjögur álver í pípunum og hæstv. umhverfisráðherra ræddi ekki um eitt einasta þeirra áðan eða það hvað þau losa mikið.

Annað gott dæmi um loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar er kannski sú frétt í blöðum í dag að vetnisstrætóarnir sem keyrt hafa um götur Reykjavíkur séu nú á leiðinni á safn.