133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

vegagerð um Stórasand.

59. mál
[18:49]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var athyglisvert að hv. þingmaður lauk ræðu sinni á því að upplýsa að hann óskaði ekki eftir því að tillagan yrði samþykkt. Það er ekki oft að maður heyri það í ræðustól Alþingis þegar menn hafa lagt fram tillögu, jafnvel oftar en einu sinni.

Hv. þingmaður hefur lagt þessa tillögu fram eins og áður, um að gerður verði vegur um Stórasand. Nú liggur fyrir tillaga um að Kjalvegur verði byggður upp. Hv. þingmaður nefndi einnig að leiðin um Sprengisand gæti verið vænleg. Ég spyr hv. þingmann hvort samanburður á þessum möguleikum sé ekki nauðsynlegur og að kanna, ef þeir yrðu allir nýttir, tveir af þremur eða hvernig sem það yrði. Hv. þingmaður er fyrrverandi. samgönguráðherra og það hefur ekki, svo ég viti til en hv. þingmaður upplýsir það þá, farið fram samanburður og skoðun á í hvaða röð menn eigi að ráðast í þessar framkvæmdir.

Það má ekki taka orð mín svo að ég lýsi mig á móti leiðinni sem hér er verið að ræða, þ.e. leiðinni um því hv. þingmaður virðist nú vera búinn að skipta um skoðun og vilji nú frekar fara Kjöl en Stórasand. Ég sé ástæðu til að koma því að að þeir sem vilja skoða þessi mál áður en þessar ákvarðanir eru teknar, eins og hv. þm. Anna Kristín Gunnarsdóttir lýsti í Morgunblaðinu í dag, þýðir ekki að viðkomandi séu á móti þeim framkvæmdum.