133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[18:38]
Hlusta

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar og þakka þingmanninum alveg sérlega ágæta ræðu. Ég deili reyndar þeim skoðunum sem hv. þm. Katrín Fjeldsted setti fram hér varðandi okkar eigið land. Við í Samfylkingunni viljum líka að núna verði gert hlé á framkvæmdum meðan verið er að vinna öðruvísi áætlanir með náttúruna í forgangi og að leiðarljósi. Það eru þannig tillögur sem við í Samfylkingunni höfum sett fram þannig að í þessu máli, eins og hún hefur sett það fram, erum við mjög sammála. Að öðru leyti þakka ég henni fyrir þessar upplýsingar og þá ágætu sýn sem hún kom með á málið.