133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

Varamenn taka þingsæti.

[13:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 1. þm. Norðaust., Valgerði Sverrisdóttur, dagsett 19. febrúar sl.:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 3. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, Svanhvít Aradóttir þroskaþjálfi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan, en 1. og 2. varamaður á listanum, Þórarinn E. Sveinsson og Katrín Ásgrímsdóttir, eru forfölluð að þessu sinni.“

 

Borist hafa tilkynningar frá 1. og 2. varamanni Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, Þórarni E. Sveinssyni og Katrínu Ásgrímsdóttur, um að þau geti ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni.

Kjörbréf Svanhvítar Aradóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Svanhvít Aradóttir, 1. þm. Norðaust., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]