133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

úrvinnslugjald.

451. mál
[19:00]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vakti á máls á þessu við 1. umr. málsins og tel ástæðu til að það verði skoðað hvernig á því stendur að ekki skuli vera tekið á því máli sem gríðarlegur úrgangur sem kemur vegna dagblaðapappírs er. Þegar ég var í umhverfisnefnd fyrir átta árum eða hvað það er langt síðan, ég er búinn að gleyma því, var fjallað um þessi mál og þá stóð til að setja reglur um úrvinnslugjald á dagblaðapappír en stjórnarliðar vildu það ekki þá. Skýringin á því af hverju menn taka ekki á þessu máli með sambærilegum hætti og á öðrum úrgangi hefur reyndar aldrei komið almennilega fram. Það væri fróðlegt að fá að heyra hjá hv. formanni nefndarinnar hvernig á því stendur að það mál hefur ekki mjakast neitt áfram.