133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[15:50]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var drengilegt af hv. þingmanni að rifja upp orð Halldórs Ásgrímssonar í aðalræðu sinni hér áðan, hann taldi að hefðu frekari upplýsingar legið fyrir um málið hefði ákvörðunin ekki verið með þeim hætti sem hún var. Þessa gat hv. þingmaður hér áðan. Það liggur alveg fyrir að Framsóknarflokkurinn hefur gert þetta mál upp við sig. Nýr formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, lýsti því yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins í sumar að ákvörðunin hefði verið tekin á forsendum rangra upplýsinga. Flokksþingið tók undir þau ummæli og við erum þeirrar skoðunar. Við höfum afgreitt málið frá okkur með þessum skýra hætti.