133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

bókhald fyrirtækja í erlendri mynt.

[15:12]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Frú forseti. Þetta mál kemur ekki sérstaklega við nein kaun hjá mér. Það er allt í góðu lagi með þessa reglugerð og hún mun ekki standa í vegi fyrir því að unnið verði að því að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Það er hins vegar athyglisvert með hvaða hætti Samfylkingin tekur hér upp málefni fjármálastofnana og ýmissa fjársterkra aðila í þjóðfélaginu. Það boðar gott upp á samstarfið í kaffibandalaginu í framtíðinni, er það ekki?