133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[22:15]
Hlusta

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst það mjög mikilvægt sem hæstv. umhverfisráðherra nefndi. Það er auðvitað þannig að ef verið væri að búa til venjulegan þjóðgarð samkvæmt þeim lögum sem við höfum mundi hann tengjast Umhverfisstofnun beint. Það gerir þessi þjóðgarður ekki samkvæmt þeim lögum sem við erum hér að ákveða, en það er svo mikilvægt að aftengja ekki þetta svæði náttúruverndarlögum og þeim reglum sem hafa viðgengist í okkar kerfi. Þess vegna fagna ég mjög þeirri yfirlýsingu sem kom hér og tel að það sé mjög stórt skref að fulltrúi Umhverfisstofnunar verði fulltrúi hæstv. umhverfisráðherra í yfirstjórn þjóðgarðsins.