134. löggjafarþing — 1. fundur,  31. maí 2007.

kosning í fastanefndir skv. 13. gr. þingskapa.

[16:23]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vildi áður en gengið verður til atkvæða leggja það til við hæstv. forseta, ef það gæti orðið til að leysa þetta mál, að kosningu í nefndir yrði frestað til mánudags og menn reyndu þá að ná samkomulagi um málið. Það var fyrst og síðast þetta sem ég vildi beina til forseta og ég hef ekki meira um málið að segja.