134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[11:16]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Skilgreiningin í lögum um aldraða, 67 ára og eldri, er staðreynd og þar er um að ræða skilgreiningu á tilteknum réttindum sem því fylgja og sem lögin um aldraða fjalla m.a. um. Það er ekkert í þeim lögum sem segir að það beri að skipta þeim sem eru aldraðir í tvo hópa og ég verð að segja að ég efast um að þetta atriði standist í rauninni jafnræðisreglur. Það mun hins vegar rétt vera að það hafi náðst einhver lending um þessa súperöldruðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en ég átta mig ekki á því af hverju Samfylkingin er farin að ganga erinda þeirrar samþykktar í þessum sölum.