135. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[14:20]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, það kemur síðar, það kemur síðar. Ég hugsa að þetta verði æðioft viðbrögð samfylkingarmanna í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þetta segi ég af því að ég ber vissa umhyggju fyrir Samfylkingunni, það er alveg hárrétt, og ég tel að það hafi verið rangt hjá henni að leggja fram stefnuskrá sína og ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Mér heyrist á samgönguráðherra að enn eigi að fara í auknar einkaframkvæmdir í vegum. Ég er alveg sammála því að á sínum tíma varð vafalaust að hafa þetta með þessum hætti í Hvalfjarðargöngunum en það er engin ástæða til þess nú og ég tek undir þau orð þingmannsins að gjaldtakan í Hvalfjarðargöngum sé óréttmæt. Hún eru skattur á ákveðna hópa landsins og því er mikilvægt að koma þessu máli áfram.

Eitt að lokum, herra forseti, (Forseti hringir.) Háskóli Vestfjarða á Ísafirði var líka eitt af stóru málunum sem við höfum barist fyrir. Það er ekki heldur inni í fjárlagafrumvarpinu, herra forseti.