135. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[20:08]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er afstætt hvaða beygjur eru krappar og hverjar ekki. Og afstætt hvaða hlutir eru róttækir og hvaða afstaða er íhaldssöm. Þannig geta vel verið forsendur fyrir því að ég skilji forsætisráðherra á annan hátt en hv. þingmaður. En ég held að það sé örugglega skynsamlegt hjá honum að bíða með, hvernig má orða þetta, (Gripið fram í.) hina stóru dóma þangað til niðurstöður í málunum liggja fyrir.