135. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2007.

fangelsismál.

99. mál
[14:20]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Í vor í kosningabaráttunni var frambjóðendum Suðurkjördæmis boðið að koma í heimsókn á Litla-Hraun. Ég held að við höfum öll haft gott af því að koma þangað.

Einangrunarklefarnir sem boðið er upp á þar eru hreint ömurlegir og ég segi nú fyrir mig að ef ég væri settur í svona klefa þá mundi ég sjálfsagt játa ýmislegt á mig þó ég hefði aldrei gert það bara til að forðast þetta. Þar sem klósett er í klefunum og lyktin óbærileg þá hlýtur það að mínu mati að vera brot á mannréttindum að búa við þau kjör raunverulega að sofa inni á klósetti eins og háttar til á Litla-Hrauni.

Að einkavæða rekstur á fangelsum er náttúrlega bara út í hött eins og maður segir og gengur auðvitað ekki upp. En það er kannski hugmyndin að fara að spara þar (Forseti hringir.) mat eins og hjá gamla fólkinu í Reykjavík.