135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[13:26]
Hlusta

Árni Johnsen (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnst aðeins ástæða til að hvetja til þess að menn séu ekki of háðir böndum í þessum efnum. Mér finnst mildilegt að kvarta varlega undan því við hæstv. forseta.

Ég verð að segja að mér finnst það að ætla sér að breyta ræðustíl hv. þm. Guðna Ágústssonar jaðra við að menn láti sér detta í hug að breyta ljóðum eftir Jónas Hallgrímsson.