135. löggjafarþing — 22. fundur,  12. nóv. 2007.

málefni aldraðra.

143. mál
[17:04]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er um árlegt frumvarp að ræða. Ég vil minna á hugmynd sem ég hef áður komið fram með, þ.e. að þessi nefskattur verði settur inn í persónuafsláttinn og hann lækkaður sem því nemur. Það kæmi nákvæmlega eins út. Það væri í anda einfalds Íslands að gera það þannig í stað þess að hafa heila lagasetningu utan um einn lítinn skatt, sem er mjög lágur þess utan. Auk þess mætti setja nýtilkomið útvarpsgjald inn í persónuafsláttinn líka. Þá væri Ísland orðið enn þá einfaldara.