135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

viðurkenning á prófgráðum frá löndum utan EES.

222. mál
[18:32]
Hlusta

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra skýr svör um þessi efni. Það er mjög áhugavert sem fram kemur í máli hennar um viðurkenningu kennaramenntunar, sem er í höndum menntamálaráðuneytis, að ekki hafi verið mikil vandkvæði á framkvæmd þeirrar viðurkenningar. Ég lít svo á þegar þessi svör liggja fyrir að áhugavert væri að skoða þetta í raun, hvernig þetta hefur gengið fyrir sig, hvort það er vandamál að viðurkenna menntun þeirra sem koma frá löndum utan EES eða hvort það gengur í raun snurðulaust fyrir sig því að reglurnar virðast til staðar.