135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

.

1. mál
[15:59]
Hlusta

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarni Harðarson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Í samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili var gert ráð fyrir um 22 milljörðum kr. til samgöngumála á árinu 2008. Í frumvarpi því sem hér liggur frammi er sú tala orðin 45 milljarðar. Ekki hefur komið fyrir mín augu nákvæm sundurliðun á því í hvað fjármunirnir eiga að fara en ég skal viðurkenna að mér hefur ekki gefist tími til að skoða öll gögn í því sambandi.

Það er afar ósanngjarnt að fara fram á við framsóknarmenn flytjum tillögur um að slá hina og þessa framkvæmdina af. Það er ósanngjarnt ef stjórnvöld telja sig geta gefið fyrirheit sem þessi. Fjárlagafrumvarp og tillögur um útgjöld eru fyrirheit til fólksins. Það er hægara um að tala en í að komast að ætla að fara að skera slíkt niður.