135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[18:45]
Hlusta

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bið hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur að virða mér það til vorkunnar að ég mér gefst ekki tími til að fara nákvæmlega yfir þessa hluti hér og kann þá ekki utan að. Ég get þó svarað því sem hv. þingmaður spurði um varðandi Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlistaskólann á Akureyri. Tillaga meiri hlutans byggist á umsókn Myndlistaskólans á Akureyri um fjárhæð til leiðréttingar á starfsemi sinni og á sömu ósk frá Myndlistaskólanum í Reykjavík sem að auki hefur hlotið rúmlega 2 millj. kr. viðbótarstyrk á einhverjum lið undir liðnum Ráðuneyti.

Ég vona að þetta stutta svar gefi einhverja vísbendingar um svör við spurningum hv. þingmanns. (Gripið fram í.) Ég þarf ekki að svara hv. ævisöguritara. Ef svo er ekki vona ég að við getum unnið nákvæmari svör til þingmannsins um sundurgreiningu á milli skóla og menningarstofnana.