135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[18:56]
Hlusta

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ánægjulegt var að heyra óstjórnlegan fögnuð hv. þm. Jóns Bjarnasonar yfir 700 millj. kr. framlagi til safn- og tengivega. Ég deili þeim tryllingslega fögnuði með hv. þingmanni. (Gripið fram í.) Það lá við að hann sleppti sér. Þetta var löngu tímabær yfirlýsing og hefði verið ánægjulegt að heyra hv. þingmann halda þessum tóni út allt sitt andsvar.

Varðandi það sem hv. þm. Jón Bjarnason sagði um heilbrigðisstofnanir þá hef ég trú á því að verið sé að rugla saman 250 millj. kr. framlagi í fjáraukalögum — hv. þingmaður hristir höfuðið svo að mér sýnist að það sé misskilningur hjá mér. Ég er þá að rugla saman atriðum og biðst velvirðingar á því.