135. löggjafarþing — 36. fundur,  4. des. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[16:20]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Stórt er spurt, en af hverju skyldi ég eiga að reikna þetta út? Er ekki … (BÁ: Af því að þú segir þessa tölu.) Ég áætla töluna og bendi á mjög marga liði sem munu kosta peninga, hv. þingmaður, en til þess að við getum komist að sameiginlegri niðurstöðu um þetta mál og unnið það faglega, kostnaðargreininguna og þar fram eftir götunum, og til þess að hv. formaður allsherjarnefndar þurfi ekki að vera þrunginn áhyggjum yfir tölunni sem ég nefndi legg ég til að umræðum verði hætt hér og nú, (BÁ: Þú nefnir bara einhverja tölu.) málið fari aftur til allsherjarnefndar og við fáum þá fleiri aðila á fund okkar og metum þetta nákvæmlega.

Það er svar mitt. Ég skora á hv. þm. Birgi Ármannsson að sjá til þess að málið fari aftur til allsherjarnefndar í faglega (Forseti hringir.) kostnaðargreiningu.