135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[13:04]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að leggja til að ríkisstjórnin fái heimild til að kaupa aftur hlut sem það seldi í Hitaveitu Suðurnesja. Fram hefur komið ósk frá borgarstjórn Reykjavíkur og frá borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, um viðræður við forsætisráðherra um málið.

Ég tel mjög brýnt að tryggilega verði gengið frá því að Hitaveita Suðurnesja verði í opinberri eigu. Einn þáttur í því er að ríkið kanni hvort það kaupi hlut sinn til baka, eins og borgarstjórinn í Reykjavík hefur lagt til. Ég skora því á hv. þingmenn, meiri hlutann sem hlýtur að verða fyrir þeirri tillögu, að styðja hana.