135. löggjafarþing — 47. fundur,  15. jan. 2008.

uppgjör fjármálafyrirtækja í evrum.

[14:06]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Það er auðvitað ekkert að því að hæstv. viðskiptaráðherra tjái sig um málið. Hann þarf ekki að úrskurða í málinu og engin hætta á því að hann geri sig vanhæfan (Gripið fram í.) með því að tjá sig.

Úrskurður í þessu máli getur bara byggst á einu, þ.e. á þeim lögum sem um þetta fjalla. Hann getur ekki byggst á aðstæðum eða öðrum sjónarmiðum en þeim sjónarmiðum sem lögin sem Alþingi samþykkti leggja okkur fyrir að fara eftir. Það verður að sjálfsögðu gert í þessu máli.

En maður furðar sig svolítið á því að hv. þingmaður skuli koma með spurningu eins og þessa. Hún veit vel að ráðherrann getur ekki tjáð sig um þetta. Hv. þingmaður þekkir það vel frá dæmum úr þeirri ríkisstjórn sem við sátum saman í að ráðherrar geta (Forseti hringir.) gert sig vanhæfa í svona málum með ummælum sínum.