135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

raforkumálefni.

311. mál
[16:32]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir greinargóð svör. Það var svo sem ekki komið að tómum kofanum hjá hæstv. ráðherra í þessu efni eins og svo mörgu öðru og ljóst að maður getur þá kynnt sér niðurstöður þessa starfshóps, en ljóst, eins og ég sagði áðan, virðulegi forseti, skýrslan er auðvitað yfirgripsmikil og ég óska hæstv. ráðherra og öðrum hv. þingmönnum velfarnaðar hér í umræðunni í dag.