135. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2008.

kostnaður við gerð Héðinsfjarðarganga, Fáskrúðsfjarðarganga og ganga um Almannaskarð.

356. mál
[14:02]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Árni Johnsen) (S):

Virðulegi forseti. Við gerð Héðinsfjarðarganga hljóðar tilboð í verkið upp á 5,2 milljarða. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar er nokkrum milljörðum hærri. Það er kynlegt. Fyrirspurn mín byggist á því að spyrja hvernig kostnaður skiptist við gerð Héðinsfjarðarganga, Fáskrúðsfjarðarganga og ganga um Almannaskarð, sundurliðað á eftirfarandi hátt:

1. Bein tilboð í göngin.

2. Lengd ganganna.

3. Kostnaður við umhverfismat.

4. Hönnunarkostnaður.

5. Eftirlitskostnaður.

6. Kílómetraverð samkvæmt tilboðum.

7. Rannsóknarkostnaður.

8. Endanlegur kostnaður eða áætlun.

9. Aðrir þættir sem skipta máli.

10. Framkvæmdatími, lok/áætlaður.