135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan.

273. mál
[15:07]
Hlusta

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Ögmundur Jónasson kom upp og sýndi nákvæmlega til hvers ég vísaði í ræðu minni fyrr í dag þegar ég talaði um þá tilhneigingu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að moka saman ólíkum hlutum, hræra þeim í einn óaðskiljanlegan hrærigraut, blanda saman algjörlega óskyldum hlutum og ásaka svo þá sem þeir eiga orðastað við um að ganga annarlegra erinda.

Áburður hér um að friðargæsla í Afganistan standi fyrir því að senda fanga til Guantanamo og áburður hér um að Genfarsáttmálinn sé brotinn af friðargæslunni í Afganistan er ósannur og ekki studdur neinum haldbærum rökum. Friðargæsla í Afganistan byggir á umboði Sameinuðu þjóðanna og er framkvæmd í samræmi við það umboð.

Hv. þm. Ögmundur Jónasson verður síðan að reyna að útskýra það fyrir fólki með einhverjum skynsamlegum hætti hvað Vinstri hreyfingin – grænt framboð (Forseti hringir.) er þá tilbúin að styðja á alþjóðavettvangi ef ekki verkefni sem unnin (Forseti hringir.) eru á forsendum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.