135. löggjafarþing — 95. fundur,  28. apr. 2008.

Bjargráðasjóður.

587. mál
[16:53]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er kannski málum blandið hvernig þetta samráð hefur verið. En ég held að það komi bersýnilega í ljós á þessu bréfi til hæstv. samgönguráðherra að Bændasamtökin setja mikinn fyrirvara við málið og vilja fara betur yfir það. Þess vegna fagna ég því að hér kom fram yfirlýsing áðan um að hæstv. samgönguráðherra sé reiðubúinn til að seinka málinu. Ég held að það sé ráð að gera það og fara þá um leið yfir málið með Bændasamtökunum og kannski þá vinna þetta aðeins betur.

Enn á ný sakna ég þess að það komi ekki fram svör við því hvað eigi að koma í staðinn. Það er kannski mesti óttinn sem blasir við þegar maður les þetta frumvarp.