135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[11:31]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég flyt þessa breytingartillögu ásamt tveimur hv. þingmönnum Vinstri grænna. Hún breytir frumvarpinu á þann veg að eftir að tillagan nær fram að ganga munu allar þær tekjur sem um ræðir verða skattskyldar og af þeim greiddur skattur.

Hér hefur verið haldið fram af hæstv. fjármálaráðherra og reyndar fleirum að veruleikinn sé sá að þrátt fyrir ákvæði laganna sé enginn skattur greiddur þannig að þessir ágætu þingmenn geta óhræddir stutt þessa tillögu, virðulegi forseti.