135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

tilhögun þingfundar.

[10:32]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að margir hv. þingmenn hafa óskað eftir því að taka til máls undir liðnum Störf þingsins og hún hyggst reyna að hafa þann háttinn á að gefa þeim öllum kost á að taka til máls og spyrja þess sem þeir hyggjast spyrja. Þeir sem þeir vilja eiga orðastað við geta síðan komið og svarað en síðan verða aðrar umræður að koma í kjölfarið í lokin þegar allir hafa fengið að bera fram mál sitt og þeir sem þeir vilja eiga orðastað við hafa svarað.