135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[23:59]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir þá kröfu sem hér hefur komið fram um það að fá fram afstöðu forseta. Ég tel það afar brýnt því að þingmönnum ber að starfa eftir eigin sannfæringu, ekki eftir einhverju sem þeim er uppálagt að fara eftir. Ég kalla því ekki aðeins eftir viðbrögðum forseta um það hversu lengi þessi fundur eigi að standa heldur líka afstöðu forseta til þeirra vinnubragða sem hér eru nú uppi.

Varðandi þá ræðu sem hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson flutti hér áðan um að það væri allt eða ekkert þá er það mér nokkuð óskiljanlegt nema svo sé litið á að ef við ekki samþykkjum að klára framhaldsskólaumræðuna sé sú umræða sem var hér um leikskólafrumvarpið í dag ógild. Við kláruðum hana. Því verður ekki (Forseti hringir.) breytt. Þingræðið skiptir máli og það skiptir máli að þjóðin geti fylgst með þeirri umræðu sem þingið þarf að hafa uppi um framhaldsskólalögin.