135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

afbrigði um lengd þingfundar.

[10:54]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Hér hefur verið gerð tillaga um að lengja þingfund og tæma dagskrá. Nú langar mig til að beina einni spurningu til hæstv. forseta og alþingismanna til umhugsunar. Ef svo skyldi fara að við tæmdum ekki dagskrá, erum við þá að brjóta gegn samþykktum Alþingis? Hvers konar rugl er þetta? Í gær var það ásetningur stjórnar þingsins að tæma dagskrá og ljúka umræðu um framhaldsskólann í nótt. Það var ekki gert. (Gripið fram í.)

Við skulum fá hv. þm. Bjarna Benediktsson til að kenna okkur pínulítið í lögfræði og í samskiptareglum þingsins því að ég tel, hæstv. forseti, að við þurfum að lengja þessa umræðu (Forseti hringir.) eða gera hlé á þingstörfum (Forseti hringir.) og taka umræðu um þingskapalögin (Forseti hringir.) áður en haldið er lengra inn í daginn.