135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[11:26]
Hlusta

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ræddi í máli mínu áðan að mjög ólíkir hagsmunir gætu legið til grundvallar mati annars vegar fyrirtækis, hvort sem það stundar orkuvinnslu eða eitthvað annað, sem starfar á opnum frjálsum markaði og hins vegar sveitarfélags sem ber að líta til fleiri átta og taka mjög mið af samfélagslegum þörfum og áhrifum lagabreytinga á óskylda þætti — óskylda þætti þegar fyrirtækinu sem slíku ber fyrst og fremst að hugsa um hag fyrirtækisins.

Ég tel að það sé sitt hvað afstaða fyrirtækjanna sem slíkra annars vegar og sveitarfélaganna hins vegar eins og REI-málið sýndi og sannaði, herra forseti.