135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:22]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Afnotaréttur í 65 ár er langur tími í lífi einstaklings og fyrirtækja einstaklinga en það er stuttur tími í sögu þjóðar. Þess vegna get ég vel fallist á þetta ákvæði en ég bendi jafnframt á að nú opnast leið til að einkavæða orkufyrirtækin vegna þess að iðnaðarráðherra gæti t.d. selt orkuréttindi sem Landsvirkjun býr yfir eða leigt þau í 65 ár og þar með selt allt fyrirtækið eftir að hafa gert slíkan samning. En að sjálfsögðu yrðum við að hlíta reglum um útboð þegar þessi 65 ára leigutími yrði seldur út.