135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

fullgilding Palermó-samnings gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi.

493. mál
[11:15]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs styðjum að Palermó-samningurinn verði fullgiltur af okkar hálfu þó að við höfum vissa fyrirvara á atriðum sem tengjast framkvæmd þessara mála eins og ég gerði grein fyrir í framsöguræðu. En þessum samningi fylgja mikilvægar bókanir eins og bókunin um að koma í veg fyrir og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna, og bókunin gegn ólöglegum innflutningi fólks. Við teljum afar mikilvægt að þessar bókanir verði fullgiltar og þá er að sjálfsögðu eðlilegt að á undan sé gengin fullgilding móðursamningsins sjálfs. Með vísun til fyrirvara þó sem við höfðum á ákveðnum þáttum framkvæmdum þessara mála, þá styðjum við málið.