135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar SÞ.

[20:05]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég tel að þetta sé eðlileg fyrirspurn frá hv. þingmanni. Ég get upplýst það að sjávarútvegsráðherra er ekkert að vanbúnaði að gera þinginu grein fyrir þeirri vinnu sem hann hefur látið vinna áður en þingi lýkur, sem vonandi verður á morgun.