135. löggjafarþing — 118. fundur,  4. sept. 2008.

Viðlagatrygging Íslands.

651. mál
[13:48]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég hlustaði grannt á ræðu hv. þingmanns. Það er hugsanlegt að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði. Ég hef eina spurningu til hv. þingmanns — ég held það sé gagnlegt fyrir kjósendur hans á Suðurlandi að fá fram skýra afstöðu hjá hv. þingmanni til bráðabirgðalaganna: Er hv. þingmaður þeirrar skoðunar að ótímabært hafi verið og rangt að aðstoða fólk á Suðurlandi sem lenti í skjálftunum með því að grípa til bráðabirgðalaga? Mun hv. þingmaður styðja þessi lög, þá hugsanlega með breytingum sem viðskiptanefnd kann að leggja til að gerðar verði á þeim?