135. löggjafarþing — 118. fundur,  4. sept. 2008.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.

442. mál
[15:49]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg sjálfsagt, eins og ég sagði, að ræða þessi mál almennt og opið hvar við viljum leggja áherslurnar bæði í þróunarsamvinnu okkar og í friðargæslunni og ræða það í utanríkismálanefnd.

En ég vil þó segja að ég get ekki fallist á það að utanríkismálanefnd ákveði með hvaða hætti fyrirkomulag starfa er inni í ráðuneytinu, hvernig því er raðað niður, hvernig skipulag ráðuneytisins lítur út. Það er auðvitað framkvæmdarvaldsins að ákveða það.