136. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2008.

afbrigði um dagskrármál.

[16:52]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Svo háttar til með eina dagskrármálið, heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, að of skammt er liðið frá útbýtingu frumskjals til þess að það megi koma á dagskrá þessa fundar. Þarf því að leita afbrigða svo að taka megi málið á dagskrá og til umræðu. Fer nú fram atkvæðagreiðsla um afbrigðin.