136. löggjafarþing — 17. fundur,  30. okt. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[12:54]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir eru einhuga í því að leita eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ríkisstjórnarflokkarnir eru sannfærðir um að þeir muni sigla út úr þeim öldudal sem við erum nú í. (BjH: Og einhuga um ...)

Virðulegi forseti. Ég hafði orð á (Gripið fram í.) því í umræðunni í gær að það væri mjög mikilvægt að hæstv. forseti liti til með hv. þingmanni reglulega. (Gripið fram í.) Ég vil bara ítreka þau ummæli.